Jólin kvödd

Við kvöddum jólin á þrettándanum, þann 6. janúar sl. Börnin komu með vasaljós í leikskólann og við fórum út í myrkrið að leita að endurskinsmerkjum. Að því loknu var safnast saman við eldstæðið og sungið saman.