Jólasamvera á lóð leikskólans

Í veðurblíðunni í gær var jólasamvera úti á lóð leikskólans. Við kveiktum upp í eldstæðinu, sungum og gæddum okkur á kakói og piparkökum. Bjúgnakrækir og Kertasníkir komu óvænt í heimsókn og vakti það mikla lukku hjá börnunum.

Foreldrafélagði færði starfsmönnum góðgæti með morgunkaffinu og þökkum við kærlega fyrir það.