Jóladagskrá í desember

Vegna Covid og þeirrar reglugerðar sem er í gildi höfum við ákveðið að bjóða ekki foreldrum á uppákomur leikskólans í desember. Þess í stað ætla börn og starfsfólk að hafa það notalegt, spila fallega tónlist, syngja jólalögin, kveikja upp í eldstæðinu og gleðja hvert annað. 

Alla föstudaga fram að jólum ætlum við að mæta í jólapeysum eða einhverju rauðu. 

30. nóvember kl. 9.30 verða fagnaðarfundir á deildum og kveikt á fyrsta aðventukertinu. Lestrarátakinu okkur lýkur í dag með bókabíói um Greppikló. 
 
1.desember - fullveldisdagurinn og við fögnum 30 ára afmæli leikskólans. Fulltrúi Landverndar afhendir okkur sjöunda Grænfánann á lóð leikskólans og börnin syngja nokkur lög.
Börnin mega koma í búning ef þau vilja. 
Það verður hátíðarmatur í hádeginu og afmæliskaka með kaffinu. 

Við heiðrum þær Önnu Rósa, Þorbjörgu og Hrönn Hallgrímsd.fyrir 30 ára starf, Halldóru fyrir 25 ára starf, Þórunni, Mörtu og Kristínu fyrir 20 ára starf og Aron, Lenu og Hildi fyrir 5 ára starf. 

Vikan 7.-11. desember 
7. desember kl. 9.30 verða fagnaðarfundir á deildum og kveikt á öðru aðventukertinu.

Þessa vikuna ferðast jólatré skólans á milli deilda og börnin skreyta það. Tréð verður einn dag á hverri deild og börnin geta dansað í kringum tréð. 

Vikan 14. - 18.¿desember 
14. desember kl. 9.30 verða fagnaðarfundir á deildum og kveikt á þriðja aðventukertinu.  

Góðviðrisdag í vikunni verður jólasamvera úti á lóð leikskólans, það ætlum við að syngja og skemmta okkur, jólasveinn kemur í heimsókn og við gæðum okkur á kakói og piparkökum. 
 
21. desember kl. 9.30 verða fagnaðarfundir á deildum og kveikt á fjórða kertinu.

Helgileikurinn sem elstu börnin hafa sýnt undanfarin ár í Hjallakirkju verður tekinn upp að þessu sinni og verður upptakan sett á heimasíðuna. Börn og starfsfólk horfa á helgileikinn á fagnaðarfundum deildum. 

6. janúar kveðjum við jólin með þrettándagleði á lóð leikskólans.