Evrópska eTwinning gæðamerkið

Undanfarin ár höfum við tekið þátt í skemmtilegum eTwinning verkefnum og má nefna að leikskólinn þátt í eTwinningverkefninu Brave children learning to code þar sem markmið var að kenna börnunum að forrita (e. code) og vinna í gegnum listir, landafræði, læsi, daglegt starf, náttúru, hátíðir og fleira.

Eftir að því lauk var tekið þátt í verkefni sem byggir á ævintýrum þar sem börn verða fyrir áhrifum af tónlist. Börnin uppgötuðu tónlistarhugtök, t.d. hrynjanda, háa og lága tóna, mismunandi hljóð o.s.frv. Börnin tjáðu sig í gegnum leikræna tjáningu og leiklist. Notaðar voru mismunandi leiðir í upplýsingatækni, svo sem QR kvóðar, MakeMake, Beebots, Viðfangsefnin voru unnin út frá sköpun þar sem börnin sömdu söngleik og bjuggu til hljóðfæri, búninga og grímur. Börnin tjáðu sig í dansi, söng og fundu nýja texta sem innihalda orð sem ríma. Í lok verkefnisins var afrakstur verkefnisins sýndur á opnu húsi í maí sl. við mikinn fögnuð foreldra. Einnig var verkefnið sýnt þátttakendum frá öðrum löndum í gegnum Skype.

Öll verkefni sem fá Evrópska gæðamerkið koma til greina til Evrópuverðlauna sem veitt eru á 2 ára fresti.