Sumar- og sólblómahátíð á morgun, miðvikudaginn 10. júní

Á morgun miðvikudaginn 10. júní, höldum við sumar- og sólblómahátíð í leikskólanum frá klukkan 9:00 til 15:00. 
Hoppukastalar eru á svæðinu milli klukkan 9-14.
Ronja Ræningjadóttir kemur í heimsókn klukkan 10:30.
Sirkus mætir og skemmtir okkur klukkan 14:00.
Andlitsmálning verður í boði fyrir þá sem vilja og Elín sér um ljúffengar veitingar.
Hátíðin er án foreldra í þetta skiptið en baukar fyrir Ísabellu eru á staðnum. 
Meðfylgjandi er hlekkur á fréttaskýringaþáttinn 21, en þar er innslag um Álfaheiði, fyrsta Sólblómaleikskólann (innslagið hefst á mínútu 17:45).