Skipulag leikskólastarfsins fyrir komandi viku

Kæru foreldrar
Ákveðið var á fundi leikskólanefndar að fresta skipulagsdeginum sem átti að vera mánudaginn 23. mars um óákveðinn tíma. 

Leikskólinn verður þvi opinn kl. 8.00 - 16.00 fyrir börn í bláa hópnum á mánudag, miðvikudag og föstudag. Rauði hópurinn getur mætt á þriðjudag og fimmtudag. Vikuna þar á eftir snýst þetta við.
Börn foreldra sem hafa fengið samþykkta neyðarþjónustu leikskóla þegar brýna nauðsyn ber til, munu blandast báðum hópum.
Leikskólastarfið getur þó breyst með stuttum fyrirvara og er undir stöðugu endurmati, fylgjumst með fréttum og munum að við erum öll almannavarnir.