Bíó

Börnin á Lundi stofnuðu Bíóhús í dag. Þau voru að vinna lokaverkefni í upplýsingatækni. Þau voru búin að vinna að bíómynd með aðstoð smáforritsins Puppet Pals. Þau undirbjuggu sjálf allt sem til þurfti. Útbjuggu bíómiða, buðu á bíósýninguna, létu cherioos og rúsínur í mál og svo voru þau tilbúin þegar gestirnir mættu. Þessa viku var mikið um veikindi bæði barna og fullorðinna svo ekki eru öll börnin búin að búa til sína mynd, en um leið og það hefur verið gert ætlum við að birta allar myndirnar í heild. Látið ykkur hlakka til á meðan.

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn