Dagur íslenskrar tungu

Í dag var dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur. Í tilefni dagsins fengum við góðan hóp nemenda í 7. bekk Álfhólsskóla í heimsókn og þau lásu fyrir börnin á öllum deildum. Þau stóðu sig með mikilli prýði og börnin tóku vel á móti þeim. Við þökkum þessum frábæru nemendum kærlega fyrir komuna.