Kynning á vetrarstarfinu og aðalfundur foreldrafélagsins

Það var mjög ánægjulegt að geta tekið á móti foreldrum sl. miðvikud. Byrjað var á aðalfundi foreldrafélagsins og kosið í stjórn foreldrafélags og foreldraráðs. Að því loknu kynntu deildarstjórar vetrarstarfið. Við þökkum fyrir góða þátttöku, kæru foreldrar. Sjá má upplýsingar um stjórnir á foreldrasíðunni.