Vetrarstarfið, aðlögun, sóttvarnir, starfsmannahópurinn

Vetrarstarfið er komið í fullan gang, aðlögun nýrra barna að ljúka og hefur hún gengið mjög vel. Í vetur dvelja 79 börn í leikskólanum.
Samkvæmt gildandi reglugerð skipuleggjum við starfið án takmarkanna en þó þannig að ýtrustu sóttvarna og varkárni sé gætt. Við leggjum sérstaka áherslu á að hver og einn hugi að sínum persónubundnu sóttvörnum, jafnt starfsfólk, börn og foreldrar. Við óskum eftir að þeir sem koma með/ sækja börn beri grímu.
 
Nokkrar breytingar hafa orðið á starfsmannahópnum; Það eru 3 starfsmenn í barnsburðarleyfi.  Halldóra Björk, Hildur, Guðrún Ósk, Aron Brynjar, Una, Birta og Marta Ólöf eru horfin til annarra starfa. Nýir starfsmenn hafa bæst í hópinn þau Bjarkey, Gabriel, Kara Líf, Selma, Sunna, Árný og Sóley. Það má því segja að aðlögun starfsmanna standi einnig yfir.
 
Skóladagatalið fyrir skólaárið 2021-2022 er komið á heimsíðuna og þar er yfirlit yfir helstu viðburði skólaársins, skipulagsdaga o.fl. Það er þó gert með fyrirvara um breytingar. Fyrsti skipulagsdagur skólaársins verður föstudaginn 24. september nk.