Útskrift elstu barnanna

Miðvikudaginn 12. maí var haldin útskriftarhátíð elstu barnanna. Þau sýndu foreldrum sínum dansa og sungu nokkur lög. Að því loknu fengu þau rós og listaverkið sem þau hafa unnið að í vetur. Þetta var hátíðleg og skemmtileg stund og við þökkum fyrir ánægjulegt samstarf og samveru í gegnum árin. Gangi ykkur sem allra best í framtíðinni.