Skipulagsdagur í maí og opið hús.

Kæru foreldrar.
Samkvæmt skóladagatali voru áætlaðir tveir skipulagsdagar í maí vegna námsferðar starfsfólks til Póllands. Af því verður ekki og er því einungis einn skipulagsdagur í maí, föstudagurinn 14. maí. Þá ætlum á Selfoss og sækjum þar áhugaverð námskeið.
Opið hús er áætlað 12. maí en ekki er enn ákveðið hvernig fyrirkomulagið verður.
Sumardagurinn fyrsti er næsta fimmtudag og þá er leikskólinn lokaður.

Við óskum ykkur góðrar helgi.