Gleðilega páska

Kæru foreldrar og fjölskyldur
Um leið og við óskum ykkur gleðilegra páska :) Viljum við þakka ykkur kærlega fyrir góðar viðtökur við óskinni um að senda börnin ekki í leikskólann síðustu daga, hafi aðstæður ykkar boðið upp á það. Við vonum að allt fari nú á besta veg og leikskólastarfið geti verið með nokkuð eðlilegum hætti eftir páska. Njótið samvista við ykkar nánustu og við sjáumst í næstu viku.
Páskakveðja frá okkur öllum í Álfaheiði