Öskudagurinn

Við héldum upp á öskudaginn með okkar hætti. Börn og starfsfólk mættu í búningum og það var mikð fjör. Á fagnaðarfundinum var dansað og kötturinn sleginn úr kassanum og Rakel á Hjalla var Tunnudrottning. Það var mikil gleði hjá börnunum þegar stór poki af poppkorni datt úr honum. Í hádeginu var pylsuveisla og allir voru sáttir og glaðir.