Value Based Education

Sími 4415400

Fróðleikur

Fyrirsagnalisti

Öryggi barna í bíl - 23.5.2016

Samgöngustofa hefur gefið út nýjan,rafrænan bækling um öryggi barna í bíl.

Eins og nafnið gefur til kynna má finna í honum leiðbeiningar til að tryggja sem best öryggi barna í bílferðum, hvaða bílstóll hentar hvaða aldri, um Isofix - festingar og fleiri hagnýtar upplýsingar sem varða þetta mikilvæga málefni.

Lús og njálgur - 13.1.2015

Á hverju ári stingur sér niður lús og njálgur og því mikilvægt að foreldrar láti leikskólann vita ef lús eða njálgur finnst hjá barni eða í fjölskyldunni. Leikskólinn lætur aðra foreldra vita svo hægt sé að gera ráðstafanir til að hefta útbreiðslu þessarra hvimleiðu gesta.

Fróðlegir vefir um lús og njálg.

Ung- og smábarnavernd - 13.1.2015

Reglulega erum við spurð í leikskólanum um það hvenær börnin eiga að fara í skoðanir og bólusetningar á heisugæslustöð. Við fórum á heimasíðu heilsugæslunnar á Höfuðborgarsvæðinu og fengum eftirfarandi upplýsingar. Takið sérstaklega eftir upplýsingum sem við höfum feitletrað. Nánari upplýsingar á heimasíðu Heilsugæslunnar.

Hér má sjá yfirlit yfir skoðanir og bólusetningar í ung- og smábarnavernd eftir mismunandi aldri:

Aldur Hver skoðar Hvað er gert
< 6 vikna Hjúkrunarfr. Heimavitjanir
6 vikna Hjúkrunarfr. og læknir Skoðun
9 vikna Hjúkrunarfr. Heimavitjun eða skoðun á heilsugæslustöð
3 mánaða Hjúkrunarfr. og læknir Skoðun og bólusetning gegn kíghósta, barnaveiki, stífkrampa, Haemofilus influenzae sjúkdómi gerð b (Hib) og mænusótt í einni sprautu, pneumókokkum í annarri sprautu.
5 mánaða Hjúkrunarfr. Skoðun og bólusetning gegn kíghósta, barnaveiki, stífkrampa, Haemofilus influenzae sjúkdómi gerð b (Hib) og mænusótt í einni sprautu, pneumókokkum í annarri sprautu.
6 mánaða Hjúkrunarfr. og læknir Skoðun og bólusetning gegn Meningókokkum C
8 mánaða Hjúkrunarfr. Skoðun og bólusetning gegn Meningókokkum C
10 mánaða Hjúkrunarfr. og læknir Skoðun
12 mánaða Hjúkrunarfr. Skoðun og bólusetning gegn kíghósta, barnaveiki, stífkrampa, Haemofilus influenzae sjúkdómi gerð b (Hib) og mænusótt í einni sprautu, pneumókokkum í annarri sprautu.
18 mánaða Hjúkrunarfr. og læknir Skoðun og bólusetning gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum í einni sprautu, PEDS Mat foreldra á þroska barna
2 1/2 árs Hjúkrunarfr. og læknir Skoðun, PEDS Mat foreldra á þroska barna, BRIGANCE þroskaskimun
3 ára Tannlæknir Forvarnarskoðun - tanneftirlit. Ókeypis skoðun hjá tannlæknum sem vinna í umboði Sjúkratrygginga Íslands. Nauðsynlegt að skoðun fari fram áður en barnið nær fjögurra ára aldri.
4 ára Hjúkrunarfr. Skoðun, sjónpróf, PEDS Mat foreldra á þroska barna, BRIGANCE þroskaskimun og bólusetning gegn kíghósta, barnaveiki og stífkrampa í einni sprautu

Hlaupabóla - 13.1.2015

Einkenni hlaupabólu eru meðal annars slappleiki og hiti sem geta komið áður en bólur myndast. Útbrot, sem valda kláða, myndast fyrst á búk og í andliti en berast síðan í hársvörð, handleggi og fætur. Þau geta einnig borist yfir á slímhúðir og kynfæri. Til að byrja með eru útbrotin litlar rauðar bólur sem verða að blöðrum á nokkrum klukkutímum. Blöðrurnar verða síðan að sárum á 1-2 dögum, það myndast hrúður og þær þorna upp. Nýjar blöðrur geta myndast eftir 3-6 daga. Það er mjög mismunandi hversu margar blöðrur hver einstaklingur fær. Börn verða yfirleitt lítið veik á meðan fullorðnir geta orðið mjög veikir.

Sjá nánar hér http://doktor.is/sjukdomur/hlaupabola

Heilahimubólga - 13.1.2015

Heilahimnubólga og blóðsýking af völdum meningókokka baktería, Neisseria meningitides, valda svonefndum meningókokkasjúkdómi, sem leiðir oftast til dauða ef ekki er brugðist skjótt við með greiningu og meðferð. Sjúkdómurinn er algengastur í börnum en getur komið fyrir á öllum aldri. Útbreiðsla hans er oft tilviljanakennd en hann getur stundum orðið að faraldri. Því er mikilvægt að fylgst sé náið með sjúkdómnum svo hægt sé að grípa til aðgerða ef fjöldi tilfella verður mikill.

Sjá nánar á Doktor.is (Opnast í nýjum vafraglugga)

Skarlatsótt - 13.1.2015

Orsök og smiteið: Bakteríur (keðjukokkar). Smitast með snerti – og úðasmiti. Meðgöngutíminn er 2 til 5 dagar.

Einkenni: Vægur hiti, særindi í hálsi ásamt útbrotum. Útbrotin byrja í andlitinu og breiðast síðan út um líkamann. Tungan verður rauð og líkist jarðarberi. Húðin getur flagnað eftir 5 – 7 daga, aðallega á baki, lófum og iljum.

Meðferð: Sýklalyf. Leitið læknis ef hiti og útbrot koma í kjölfar hálsbólgu. Draga má úr særindum í hálsi með volgum drykkjum og mjúku fæði. Gefið barninu vel að drekka.

Smithætta: Einungis fyrstu dagana, eftir þriggja daga lyfjameðferð er lítil smithætta á ferðum. Halda barninu heima við þennan tíma til að forðast að það smiti önnur börn.

Upplýsingar teknar af Doktor.isÞetta vefsvæði byggir á Eplica