Value Based Education

Sími 4415400

Styrktarbarn leikskólans

29.9.2014

Lucas Ezequiel Puebla - styrktarbarn

Hér er bæklingurinn Lucas styrktarbarn í Álfaheiði unninn í samstarfi við SOS samtökin 2014.

                                                    

Lucas er fæddur 11. nóvember árið 1999 og á heima ásamt bróður sínum Adrian í SOS þorpinu Mar del Plata. Lucas er hraustur og hress strákur sem finnst gaman að hlusta á tónlist og leika sér við önnur börn. Foreldrar Lucasar eru mjög fátækir, mamma hans er mikið veik og pabbi hans er atvinnulaus svo þau gátu ekki hugsað um þá bræður. Þess vegna eiga þeir heima í barnaþorpinu þar sem hugsað er vel um þá. Þar líður þeim vel og þegar þeir stækka fara þeir í skóla. Með því að styrkja framfærslu Lucasar gefum við honum tækifæri á að eiga hamingjusama æsku.


Á afmælisdegi Lucasar baka börnin og bjóða foreldrum sínum upp á afmæliskaffi og safna peningum til styrktar honum. Elstu börn leikskólans hafa það hlutverk að sjá um að velja afmælis- og jólagjafir handa honum og útbúa kort. Einnig fara þau á pósthúsið með pakkana og heimsækja SOS samtökin. Það ríkir alltaf mikil gleði í barnahópnum þegar þau fara með söfnunarféð í Hamraborgina þar sem aðsetur SOS samtakanna er.

map_argentina_en_HR1

Argentína nær yfir 3.700 km. frá hvarfbaug að syðstaskaga Suður Ameríku. Megin hluti landsins eru trjálausar sléttur. Sveitahéruðin eru strjálbýl. Meira en 95% íbúanna eru af evrópskum uppruna. Mikilvægi iðnaðar fyirr efnahag landins hefur aukist mikið síðustu ár. Samt sem áður er landbúnaður og nautgriparækt enn einn af undirstöðu atvinnuvegunum. Aðal útflutningur Argentínu er kornmatur, kjöt, nautgripir, vefnaðarvara og vélar.
lucas2005
Lucas 6 ára

SOS barnaþorp hóf starfsemi sína í Argentínu sem er annað stærsta landið í Suður Ameríku árið 1962 og þar var fyrsta SOS barnaþorpið byggt. Þar er fjöldi barna munaðarlaus og gegna SOS barnaþorpin mikilvægu hlutverki.

Heimasíða SOS samtakanna á Íslandi