Value Based Education

Sími 4415400

Fréttir

Innritun í grunnskóla Kópavogs fyrir skólaárið 2018 – 2019 - 19.2.2018


Innritun 6 ára barna (fædd 2012) fer nú alfarið fram í gegnum íbúagátt á vef bæjarins https://ibuagatt.kopavogur.is

 

Opnað verður fyrir skráningu 1. mars 2018 og stendur hún til 8. mars.

 

Sömu daga fer fram innritun nemenda sem flytjast milli skólahverfa og þeirra sem flytja í Kópavog eða koma úr einkaskólum.

 

Haustið 2018 munu skólar hefjast með skólasetningardegi fimmtudaginn 23. ágúst. Nánari upplýsingar um skólabyrjun munu birtast á heimasíðum skólanna.

 

 

Sérstök athygli er vakin á því að um­sóknar­frestur um heimild til að stunda nám í einka­skólum eða grunn­skólum annarra sveit­ar­f­é­l­aga er til 1. apríl og skal sækja um á íbúagátt Kópavogs. Sækja þarf um að nýju fyrir nemendur, sem nú eru í slíkum skólum, ef gert er ráð fyrir að þeir verði þar næsta vetur.

 


Umhverfisálfar - 16.2.2018

Í dag fóru tvö börn í hlutverk umhverfisálfa og fóru um leikskólann til þess að ræða við starfsfólk og börn um umhverfisvernd. Markmiðið er að efla umhverfisvitund allra sem kenna og nema í leikskólanum Álfaheiði, en eins og allir vita þá er skólinn Grænfánaskóli. Börnin skoðuðu flokkunarstöðvar þar sem þær eru og veittu umhverfisviðurkenningu ef vel var staðið að verki (mynd af Flóka). Svo spjölluðu þau um umhverfisvernd og spurðu börnin spurninga m.a. hvort þau væru dugleg að flokka í leikskólanum og heima, hvort þau væru dugleg að drekka vatn og ekki hvað síst hvort þau væru friðsöm. 

Öskudagudagsball - 16.2.2018

Á öskudaginn var eðlilega mikil spenna í leikskólanum. Börnin fengu útrás með því að slá köttinn úr tunnunni á Öskudagsballinu og allir fengu poppkorn í verðlaun. Gaman var að sjá hve fjölbreyttir búningarnir voru.

Öskudagurinn - 13.2.2018

Á Öskudaginn ætlum við að halda furðufataball í leikskólanum. Þar sláum við köttinn úr tunnunni að gömlum sið, dönsum og skemmtum okkur.  Það eru um að gera að láta hugmyndaflugið ráða ferðinni, nota gömul föt, búninga eða annað sem til er heima.