Value Based Education

Sími 4415400

Fréttir

Breytingar á morgunmat - 13.8.2018

Í dag var boðið upp á hafragraut, lýsi og ávaxtabita í fyrsta sinn í morgunmat í samræmi við niðurstöðu viðhorfskönnunar fyrr á árinu.

Sumarlokun - 11.7.2018

Leikskólinn lokar miðvikudaginn 11. júlí klukkan 13:00 og opnar svo aftur fimmtudaginn 9. ágúst klukkan 13:00.Tímamót í Álfaheiði - 6.7.2018

Í dag héldum við fagnaðarfund og færðum henni Fríðu okkar Ólafsdóttur á Brekku gjöf í tilefni þess að hún verður 60 ára um helgina. Til hamingju með stórafmælið Fríða!


Svo hættir hún Lollý okkar,
deildarstjóri á Hjalla, 10. júlí og tekur til starfa í Álfhólsskóla í ágúst. Við þökkum henni kærlega fyrir samvinnuna síðastliðin 23 ár og óskum henni gæfu og gengis í nýju starfi.


Götuleikhús Kópavogs - 28.6.2018

Götuleikhúsið kíkti í heimsókn til okkar í gær og flutti fyrir okkur skemmtilegt leikrit. Börnin horfðu hugfangin á og fengu svo að ræða og leika við leikarana eftir sýningu. Takk fyrir okkur!