Value Based Education

Sími 4415400

Fréttir

Bleikur dagur - 12.10.2018

Það var gaman að sjá hversu margir starfsmenn og börn mættu í einhverju bleiku í dag.  Í föstudagskaffi starfsmanna var bleiki liturinn allsráðandi og svo fengum við gjöf frá Menntamálastofnun sem fulltrúar Lionhreyfingarinnar afhentu okkur. Góða helgi!

Bleikur-dagur


Viðurkenning - 9.10.2018

Frá því í janúar til maí 2018 tóku hópar barna hér í leikskólanum þátt í eTwinningverkefninu Brave children learning to code ásamt Fjólu sérkennara. Í gær fengu Fjóla og börnin viðurkenningu frá eTwinnig svokallað gæðamerki fyrir þátttöku sína í verkefninu. Það voru þrír leikskólar á Ítalíu og einn í Litháen sem voru þátttakendur auk okkar. Markmið verkefnisins var að kenna börnunum að forrita (e. code) og vinna í gegnum listir, landafræði, læsi, daglegt starf, náttúru, hátíðir og fleira. Við kynntum einnig fyrir börnunum lífið í mismunandi löndum, menningu og áhugaverða staði. Við lögðum áherslu á skapandi vinnu á margvíslegan hátt. Mosaic6b857df367cb7c9645bb1ac65f961bb1352b382d

Aðalfundur foreldrafélagsins - 3.10.2018

Í gær var aðalfundur foreldrafélagsins haldinn og það var gaman að sjá hve margir mættu. Við hlýddum á kynningu Steinunnar Erlu Sigurgeirsdóttur á nýju lífsgildabókum hennar sem nú eru notaðar við kennslu í Álfaheiði.  Einnig var kosið í stjórnir og svo var kynning inni á deildum á vetrarstarfinu.IMG_0961

Stjórn foreldrafélags 2018 - 2019

Selma Björk Reynisdóttir
Inga Berg Gísladóttir

Elín Ásta Finnsdóttir

Snæfríður Halldórsdóttir

Ragnheiður Blöndahl Sighvatsdóttir

Kristín Lilja Þorsteinsdóttir, fulltrúi leikskólans

Elísabet Eyjólfsdóttir, leikskólastjóri

Stjórn foreldraráðs 2018 - 2019

Silja Ingólfsdóttir

Einar Sigurðsson

Svanhildur Anja Ástþórsdóttir

Ingibjörg  Sólrún Ágústsdóttir

Elísabet Eyjólfsdóttir leikskólastjóri

Foreldrafundur þriðjudaginn 2. október kl. 20.00 -21.30 - 1.10.2018

Efni fundar:

  • Aðalfundur foreldrafélagsins  

  • Friður, kærleikur, hugrekki, ábyrgð

Steinunn

 

 

 

 

 

 

 

 

Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir leikskólakennari kynnir nýju bækurnar sínar um lífsgildi.

  • Kynning á vetrarstarfinu á öllum deildum  

                                                Það væri frábært að sjá sem flesta!Þetta vefsvæði byggir á Eplica