Value Based Education

Sími 4415400

Fréttir

Bókabíó - 20.10.2017

Í dag buðu elstu börnin 4 ára börnunum af Brekku og Hjalla í bókabíó. Í bókabíói er saga lesin fyrir börnin á meðan að myndunum úr henni er varpað upp á veggi.


Lundarbörnin skipulögðu viðburðinn, hjálpuðu til við undirbúning, útbjuggu bíómiða fyrir sig og gestina, voru miðaverðir og buðu svo upp á rúsínur.

Góða helgi!

Heimsókn frá slökkviliðinu - 12.10.2017

Í gær fengum við slökkviliðsmenn í heimsókn sem tóku út brunavarnirnar hjá skólanum og fræddu elstu börnin í leiðinni um hvernig bregðast eigi við eldsvoða. Í haust hafa Lundarbörnin farið um skólann og athugað hvort að allt sé ekki örugglega upp á tíu þegar kemur að brunavörnum og fengu þau við fyrir það viðurkenningu frá slökkviliðinu.

Aðalfundur foreldrafélagsins - 4.10.2017

Aðalfundur foreldrafélagsins var haldinn í gærkvöldi og var hann þétt setinn. Fundurinn var líflegur og sköpuðust þar góðar umræður.



Foreldraráðið veturinn 2017-18 skipa:

Silja Ingólfsdóttir
Svanhildur Anja Ástþórsdóttir
Einar Sigurðsson
Ingibjörg Sólrún Ágústsdóttir
Elísabet Eyjólfsdóttir, leikskólastjóri

 

Foreldrafélagið veturinn 2017-18 skipa:

Hlíf Árnadóttir
Selma Björk Reynisdóttir
Margrét Írena Ágústsdóttir 
Heiða Lára Heiðarsdóttir
Inga Berg
Kristín Lilja Þorsteinsdóttir fulltrúi leikskólans
Elísabet Eyjólfsdóttir, leikskólastjóri


Epli, epli, epli. . . . samt bara eitt. - 2.10.2017

Þau undur og stórmerki gerðust í dag að epli uppgötvaðist á einu eplatrjánna okkar. Það hefur ekki gerst áður.

Eplið er að vísu ekki nema um tveir sentimetrar í þvermál en gleðin yfir því er engu að síður fölskvalaus.